Afrek Garðabæjarprinsins

19. 09. 2017

Nú reynir á ábyrgð íslenskra kjósenda

Við fáum það á hreint hvort að hinn almenni kjósandi sé fyllilega sáttur við:

  1. Gjöf á eigum almennings til vandamanna forsætisráðherra, Borgun, upp á a.m.k. 5 milljarða króna!
  2. Að birta ekki skýrslur um annars vegar aflandsfélög og hins vegar hvernig „leiðréttingin“ rataði helst til stóreignafólks, en báðar þessar skýrslur voru tilbúnar fyrir alþingiskosningarnar á síðasta ári, en núverandi forsætisráðherra ákvað að halda þeim leyndum fram yfir kosningarnar!
  3. Stórfellda einkavæðingu á  heilbrigðiskerfinu!
  4. Stórhækkun á eldsneytissköttum og hótanir um að umlykja höfuðborgina með tollahliðum!

Kjósendur geta sagt skoðun sína á kjördag. Ef það er ekki gert með skýrum hætti í kjörklefanum, þá mun þessi listi lengjast hratt og örugglega. Ég hef fullan skilning á því að ríkasta 1% landsmanna vilji verðlauna afrek Garðabæjarprinsins, en  bágt með að skilja ef aðrir vilja taka þátt í því.

Höfundur: Sigurjón Þórðarson

Athugasemdir

comments