Fjármálaráðherra tafði skattrannsókn

11. 05. 2016

Seinbjörn Þórðarson skrifar á fésbókarsíðu sína:

Haustið 2014, á fyrsta degi mínum sem blaðamaður hjá DV, þremur mánuðum áður en Bingi keypti blaðið og rak mig úr starfi, skrifaði ég þessa frétt.

http://www.dv.is/frettir/2014/9/26/timinn-vinnur-gegn-skattrannsoknarstjora/

Ég man að bæði skattrannsóknarstjóri og aðrir starfsmenn embættisins vildu endilega kaupa gögnin. Einn starfsmaður hringdi í mig nafnlaust, sagði að embættið stæði frammi fyrir niðurskurði í næstu fjárlögum og taldi að Bjarni væri að tefja málið.

Á sínum tíma hugsaði ég með mér að vinir fjármálaráðherra hefðu þarna e.t.v. eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu. Mig grunaði samt ekki að Bjarni sjálfur væri í svona aflandsbraski, svo stórkostlega fráleitt væri það að fjármálaráðherra, yfirmaður skattamála, væri að skjóta undan skatti!

Mikið er maður naífur.

Athugasemdir

comments