Óskað er eftir 63 heiðarlegum Íslendingum til starfa

09. 04. 2016

12980968_10209263000316287_733322886_o Laus eru til umsóknar störf 63 þingmanna á Alþingi Íslendinga.

Leitað er að fjölbreytilegum hópi fólks af báðum kynjum og öllum gerðum, með allskonar menntun og reynslu.

Starfið felst aðallega í því að vinna að heildarhagsmunum almennings landi og þjóð til framfara og heilla.

Skilyrði: Umsækjandi verður að uppfylla skilyrði Stjórnarskrár Íslands um kjörgengi.

Mikilvægt er að umsækjandi sé að minnsta kosti fær um eftirfarandi: Heiðarleika, réttlæti, virðingu, jafnrétti, sanngirni, ábyrgð og kærleika.

Hverskonar tengsl við sérhagsmuni sem vinna gegn heildarhagsmunum almennings, þar með talin hverskonar tengsl við skattaskjól, eru óæskileg og ógilda umsóknina.

Umsóknir verða afgreiddar á lýðræðislegan hátt.

Umsóknir berist í tölvupósti til Dögunar stjórnmálasamtaka um réttlæti , sanngirni og lýðræði.

Frekari upplýsingar veitir Helga Þórðardóttir formaður framkvæmdaráðs Dögunar sími: 8642987

netfang : xdogun@xdogun.is

Athugasemdir

comments