Píratar með 52% og Dögun næst

01. 04. 2016

Píratar mælast nú með hreinan meirihluta eða 52% í nýgerðri skoðanakönnun sem Svipan lét gera. Dögun kemur næst með 26% en segja má að aðrir stjórnmálaflokkar hljóti afhroð í könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn er þriðji stærstur með 11% og Samfylking þar á eftir með 9%. Vinstri grænir eru eini flokkurinn sem eftir er sem nær upp fyrir 5% þöskuldinn og mælist með 7% fylgi. Aðrir ná ekki upp fyrir 5%, þar með talinn Framsóknarflokkurinn. Athygli vekur að 6% vilja kjósa Hreyfinguna þrátt fyrir að hún hafi verið lögð niður.

Könnunin var gerð eftir að umræða um aflandsfélög ráðherra komst í hámæli í fréttum og líklegt að það hafi haft mikil áhrif á niðurstöðuna.

Búist er við að stjórnarandstöðuflokkar leggi fram tillögu um þingrof um leið og þing kemur saman.

Athugasemdir

comments