Samfélagsbankadagurinn er í dag

13. 02. 2016

Í dag er merkilegur dagur.

Þetta er dagurinn þar sem tveir erlendir sérfræðingar um málefnið, Ellen Brown frá Ameríku, lögfræðingur, rithöfundur og mikil áhugamanneskja um samfélagsbanka ásamt Wolfram Morales framkvæmdastjóra Sparkassen í Þýskalandi, sem er 40% af öllum viðskiptabankamarkaði í Þýskalandi, kynna fyrir öllum þeim sem vilja vita hvað samfélagsbanki er.

Kynningarfundur þessi er í Norrænahúsinu og hefst kl. 14. Á heimasíðu norrænahússins http://nordichouse.is/ er hægt að komast í kristaltært streymi frá fundinum og hann verður tekinn upp fyrir þá sem verða uppteknir á þessum tíma til afspilunar síðar.

Samfélagsbankadagurinn er í boði:  Dögunar – stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði​ og verður vonandi minnst í sögubókum sem einn af hornsteinum viðreisnar Íslenska hagkerfisins.

Aðgangur er ókeypis.

Athugasemdir

comments