Dögun, samþykktar ályktanir

15. 11. 2015

Stjórnarskráin
Ljóst virðist að nýja stjórnarskráin kemst aldrei í gegnum spillt Alþingi. Dögun hvetur til að hafin verði söfnun undirskrifta meðal kosningabærra Íslendinga. Þegar meirihluti hefur undirritað samþykki sitt er ný sjórnarskrá samþykkt af þjóðinni og núverandi í raun úr gildi fallin.

Húsnæðismál
Dögun fordæmir seinagang ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og í raun hefur ekkert gerst annað en að arðsemisfjárfestum hefur verið gert kleift að herja á húsnæðismarkaðinn og með því hækkað fasteigna- og leiguverð á íbúðarhúsnæði.
Ríkissjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks lofaði breytingum á húsnæðiskerfi landsmanna og mótun framtíðarstefnu í húsnæðismálum sem gerði öllum kleift að búa við húsnæðisöryggi.  Framangreind áform hafa ekki gengið eftir.
Dögun stórnmálasamtök hvetur til þess að hafin verði stórfelld uppbygging á óhagnaðardrifnum leigumarkaði í húsnæðissamvinnufélögum sem er forsenda þess að skapa jafnvægi og aðhald á húsnæðismarkaði.

Fallnir bankar.
Dögun fordæmir þá leynd og óskýrleika sem hefur einkennt vinnubrögð í kringum uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna sem hrundu til grunna árið 2008 og bitnaði harkalega á þorra almennings.

Það er ljóst að sú leið sem ríkisstjórnin kynnir nú er ekki í neinu samræmi við digurbarkalegar yfirlýsingar forsætisráðherra Sigmundar Davíðs í aðdraganda síðustu alþingiskosninga um hvernig skuli tekið á hrægammasjóðum.  Ekki er ljóst hvort það uppgjör sem ríkisstjórnin hefur kynnt muni  á ný bitna á almenningi. Verst er þó að ríkisstjórnin stefnir á að endurreisa nánast óbreytt fjármálakerfi og var fyrir hrun með tilheyrandi einkavinavæðingu.

Athugasemdir

comments